Erlent

Burt með öll umferðarljós og skilti

Óli Tynes skrifar
Goedjohann bæjarstjóri og bæjarfulltrúar við eitt skiltið sem hverfur á morgun.
Goedjohann bæjarstjóri og bæjarfulltrúar við eitt skiltið sem hverfur á morgun.

Bæjarstjórnin í Bohmte í vesturhluta Þýskalands hefur komist að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til þess að auka umferðaröryggi í miðbænum sé að fjarlægja öll umferðarljós og götuskilti. Um 13.500 bílar fara um miðbæinn á hverjum degi. Það var hollenskur umferðarsérfræðingur sem hannaði þessa lausn, sem nýtur stuðnings Evrópusambandsins.

Klaus Goedjohann, bæjarstjóri í Bohmte segir að þessi hugmynd sé kölluð sameiginlegt rými. Bílar og fótgangendur munu eiga þar jafnan rétt. Bílaumferð verður því ekki ráðandi í miðbænum.

Goedjohann er sannfærður um að þetta muni gera bæinn vinsamlegri og þægilegri fyrir bæði ökumenn og fótgangendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×