Erlent

Við erum plötuð í stórmörkuðum

Óli Tynes skrifar
Ja, sko, ég ætlaði nú bara að fá eina sítrónu.
Ja, sko, ég ætlaði nú bara að fá eina sítrónu.

Heldur þú að þú vitir hvað þú kaupir þegar þú ferð út í búð ? Onei. Háskólaprófessor við Verslunarháskólann í Stokkhólmi segir að stórmarkaðir geti haft 70 prósent stjórn á því hvað fólk kaupir inn. Þegar um er að ræða einstakar vörur geta markaðirnir aukið sölu á þeim um 1000 prósent með því að stilla þeim rétt upp. Jens Nordfält prófessur hefur gert lista yfir nokkur brögð sem viðskiptavinirnir eru beittir.

Krydd og súpur eru ekki hafðar í stafrófsröð. Þá aukast líkurnar á ósjálfráðum kaupum.

Verslanir geta lagt meira á vörur sem hafa bláan bakgrunn en þær sem hafa rauðan.

Flestir eru rétthentir og það gerir þeim auðveldara að taka upp vörur ef þeim er stýrt rangsælis um verslunina.

Verslanir selja meira af ostum og áleggi en það er haft við hliðina á brauðinu.

Þér finnst skyrta vera flottari ef hún hangir yfir buxum, en ef hún er til hliðar við þær.

Sumar verslanir endurskipuleggja hillur sínar reglulega. Flytja vöruflokka úr einum enda verslunarinnar í annan. Þá þarf fólk að byrja að leita upp á nýtt og líkurnar á ósjálfráðum innkaupum aukast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×