Erlent

Danska fótboltabullan mokar inn seðlunum

Óli Tynes skrifar
Á Parken í júní. Nú brosir bullan alla leiðina í bankann.
Á Parken í júní. Nú brosir bullan alla leiðina í bankann.

Danska fótboltabullan sem reyndi að kýla dómarann í leik Dana og Svía í Parken í júní hefur selt danskri sjónvarpsstöð einkarétt á sögu sinni og græðir nú á tá og fingri. Hann bætir svo gráu ofan á svart með því að heimta eina milljón króna af öðrum fjölmiðlum fyrir að veita viðtöl -eftir að búið er að sýna þáttinn á dönsku stöðinni. Í danska og sænska knattspyrnusambandinu eru menn æfir af reiði.

Hinn tuttugu og níu ára gamli Dani er búsettur í Svíþjóð. Hann hefur ekki verið nafngreindur af ótta við hefndaraðgerðir. Fyrir rétti var hann dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir framferði sitt. Sömuleiðis til að skila 40 klukkustundum í þegnskylduvinnu. Dómarinn sagði að farið væri um hann mildari höndum en ella vegna þess hve þessi atburður hefði haft neikvæð áhrif á líf hans.

Þessi fómur var felldur í gær. Í dag upplýsir hinsvegar bullan að hann hafi selt Stöð 5 í Danmörku einkaleyfi á sögu sinni. Miklar upphæðir hafa verið nefndar en Stöð 5 vill ekkert staðfesta. Sérstaklega eru menn reiðir yfir þessu í danska Knattspyrnusambandinu.

Það fékk langt leikbann í Parken og verður að spila sína leiki utan Kaupmannahafnar. Sambandið segir að það kosti það tíu milljónir króna fyrir hvern leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×