Felix nær fullum styrk Guðjón Helgason skrifar 4. september 2007 12:23 Fellibylurinn Felxi sem fer nú yfir Mið-Ameríku hefur náð fullum styrk. Hann stefnir hraðbyr á Hondúras og Níkaragva. Tugþúsundir manna hýrðust í neyðarskýlum í nótt og 15 þúsund manns komast hvorki lönd né strönd. Margir íbúar í löndunum tveimur geta ekki forðað sér og sínum þar sem eldsneyti vantar til að koma sér burt. Því hefur þetta fólk ekki aðra kosti en að bíða bylinn af sér á heimilum sínum. Felix náði í morgun fimmta stigi á Saffir-Simpson kvarðanum og hefur því náð mesta styrk. Vindhraðinn er tæpir 72 metrar á sekúndu. Felix er annar Atlantshafsfellibylurinn í haust og sjötta hitabeltislægðin sem er gefið nafn. Hann þykir um margt minna á fellibylinn Mitch, sem drap 10 þúsund manns í miðameríku árið 1998 og olli gríðarlegu eignartjóni. Hundruðir ferðamanna voru fluttir inn á meginlandið frá strandbæjum í Hondúras í gær. Þá unnu björgunarmenn að því að ferja innfædda miskito indjána út úr strjálbílum strandsvæðum nálægt landamærum níkaragva. Fimmta stigs fellibyljir eru sjaldgæfir og geta valdið miklu eignatjóni og flóðum. Fellibylurinn Katrina var þriðja stigs þegar hann skall á New Orleans fyrir tveimur árum. Hundraða milljarða eignatjón varð í honum og rúmlega 1800 manns týndu lífi. Felix er ekki einn á ferð því talið er öruggt að hitabeltislægðin Henríetta nái fellibyljastyrk á næstu dögum. Hún nálgast ferðamannastaðin Baja í Kaliforníu. Vindhraðinn nú er 31 metri á sekúndu en fari hann yfir 33 metra á sekúndu er um fyrsta stigs fellibyl að ræða. Henríetta hefur þegar valdið flóðum og aurskriðum sem urðu sex að bana í Acapulco. Erlent Fréttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Fellibylurinn Felxi sem fer nú yfir Mið-Ameríku hefur náð fullum styrk. Hann stefnir hraðbyr á Hondúras og Níkaragva. Tugþúsundir manna hýrðust í neyðarskýlum í nótt og 15 þúsund manns komast hvorki lönd né strönd. Margir íbúar í löndunum tveimur geta ekki forðað sér og sínum þar sem eldsneyti vantar til að koma sér burt. Því hefur þetta fólk ekki aðra kosti en að bíða bylinn af sér á heimilum sínum. Felix náði í morgun fimmta stigi á Saffir-Simpson kvarðanum og hefur því náð mesta styrk. Vindhraðinn er tæpir 72 metrar á sekúndu. Felix er annar Atlantshafsfellibylurinn í haust og sjötta hitabeltislægðin sem er gefið nafn. Hann þykir um margt minna á fellibylinn Mitch, sem drap 10 þúsund manns í miðameríku árið 1998 og olli gríðarlegu eignartjóni. Hundruðir ferðamanna voru fluttir inn á meginlandið frá strandbæjum í Hondúras í gær. Þá unnu björgunarmenn að því að ferja innfædda miskito indjána út úr strjálbílum strandsvæðum nálægt landamærum níkaragva. Fimmta stigs fellibyljir eru sjaldgæfir og geta valdið miklu eignatjóni og flóðum. Fellibylurinn Katrina var þriðja stigs þegar hann skall á New Orleans fyrir tveimur árum. Hundraða milljarða eignatjón varð í honum og rúmlega 1800 manns týndu lífi. Felix er ekki einn á ferð því talið er öruggt að hitabeltislægðin Henríetta nái fellibyljastyrk á næstu dögum. Hún nálgast ferðamannastaðin Baja í Kaliforníu. Vindhraðinn nú er 31 metri á sekúndu en fari hann yfir 33 metra á sekúndu er um fyrsta stigs fellibyl að ræða. Henríetta hefur þegar valdið flóðum og aurskriðum sem urðu sex að bana í Acapulco.
Erlent Fréttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira