Erlent

Það er þetta með hann séra Jón

Óli Tynes skrifar
Það verður nóg að gera hjá Jan og Kjeld næstu daga.
Það verður nóg að gera hjá Jan og Kjeld næstu daga.
Mikil heræfing var haldin á Íslandi í síðasta mánuði. Meðal annars voru sendar hingað þrjár orrustuþotur....gott ef þær voru ekki fjórar. Í dag hófst heræfing NATO í Noregi. Norska blaðið Aftenposten upplýsir að yfir eitthundrað herflugvélar verði á lofti yfir Noregi dag og nótt til fimmtánda september.

Æfingunni er stjórnað frá höfuðstöðvum flugdeilda NATO í Ramstein í Þýskalandi. Einn liður í henni er flug á mannlausum njósnavélum, sem Norðmönnum finnst mikið spennandi. Auk hreinna flugæfinga verður lögð áhersla á fjarskipti og önnur öryggismál.

Talsmaður norska flughersins segir að þetta sé mjög nútímaleg æfing þar sem tekist verði á við hverskonar vandamál sem upp kunni að koma í alþjóðlegum aðgerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×