Erlent

Rússar ólu á stríðsótta til þess að selja vopn

Óli Tynes skrifar
Ísraelskir skriðdrekar.
Ísraelskir skriðdrekar.

Rússar gerðu hvað þeir gátu til þess að ala á stríðsótta í Ísrael og Sýrlandi í sumar, til þess að auka vopnasölu sína til Sýrlands, að sögn diplomatisku öryggisþjónustunnar í Ísrael. Snemma í sumar kom upp sá orðrómur að Sýrlendingar hyggðust endurheimta Golan hæðirnar með stríði á hendur Ísrael. Jafnframt var sagt frá liðssafnaði beggja ríkjanna við landamærin.

Amos Gilad, hershöfðingi, sagði í viðtali við útvarp ísraelska hersins í dag að á vissum tímapunkti hefðu Rússar fengið Sýrlendinga til þess að trúa því að Ísraelar væru að búa sig undir stríð. Gilad sagði að Ísraelar hefðu sent Rússum nokkrar orðsendingar vegna þessa og þeir hefðu látið af iðju sinni.

Gilad sagði að Sýrlendingar hefðu ekki ætlað að ráðast á Ísrael og Ísrael hefði sannarlega ekki ætlað að ráðast á Sýrland. Sýrlenski herinn er að mestu búinn rússneskum vopnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×