Erlent

Öflugasti her skæruliða í Írak leggur niður vopn

Óli Tynes skrifar
Moktada al-Sadr
Moktada al-Sadr

Shía klerkurinn Moqtada al-Sadr hefur skipað Mehdi her sínum að hætta öllum hernaðaraðgerðum í írak í sex mánuði. Þetta eru miklar fréttir því Bandaríkjamenn líta á Mehdi herinn sem mestu ógnina gegn friði og öryggi í Írak. Þessi her er enda öflugastur og best vopnaður af þeim fylkingum sem berjast gegn veru erlendra hermanna í Írak.

Ástæðan fyrir þessari skipun Al-Sadr mun vera mikill skotbardagi milli sjía múslima sem varð fimmtíu og tveim pílagrímum að bana. Mehdi herinn hefur einnig pólitískan væng og átti sæti í ríkisstjórn landsins þar sem hann stýrði sex ráðuneytum.

Al-Sadr sagði sig hinsvegar úr ríkisstjórninni í apríl síðastliðnum þegar Nur al-Maliki, forsætisráðherra varð ekki við þeirri kröfu hans að setja tímamörk um brottför bandarískra hermanna úr landinu. Al-Sadr átti raunar stóran þátt í því að Maliki var valinn forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×