Erlent

Ryanair rukkar meira

Óli Tynes skrifar
Ryanair hefur fundið nýja matarholu.
Ryanair hefur fundið nýja matarholu.

Flugfélög hafa löngum verið lagin við að finna sér matarholur. Lággjaldafyrirtækið Ryanair er nú búið að finna enn eitt gjaldið til þess að leggja á farþega sína. Frá og með tuttugusta september verða farþegarnir að greiða 200 króna aukagjald fyrir að fá að fara um borð í flugvélina sem þeir eiga að ferðast með.

Ryanair kallar þetta gjald fyrir afnot af af aðstöðu í flughöfninni. Hægt er að sleppa við þetta gjald með því að skrá sig í flugið heima, í gegnum tölvu. Ryanair segir að það sé einmitt tilgangurinn með gjaldinu að fá fólk til að innrita sig heima. Ryanair er stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×