Björk ein af sex mikilvægustu konum skemmtanaiðnaðarins Óli Tynes skrifar 23. ágúst 2007 10:30 Björk Guðmundsdóttir. Tímaritið Variety er eitt af stærstu og áhrifamestu tímaritum í skemmtanaiðnaðinum. Það fjallar ekki síst um þann iðnað út frá viðskiptasjónarmiðum. Variety hefur nú valið Björk Guðmundsdóttur sem eina af sex mikilvægustu konunum í þessum bransa. Og það eru engar smástelpur við hliðina á henni. Þar má finna bresku leikkonuna Helen Mirren. Hún hefur alltaf þótt frábær leikkona en undanfarin misseri hefur hún sópað til sín verðlaunum og stendur nú á hátindi frægðar sinnar, sextíu og tveggja ára gömul. Breski rithöfundurinn J.K. Rowling hefur ekki aðeins sópað til sín verðlaunum og vinsældum heldur einnig peningum í þeim mæli að hún er líklega orðin ríkari en Elísabet drottning. Variety telur Barböru Broccoli einn mikilvægasta kvikmyndaframleiðanda í heimi. Hún erfði að vísu James Bond gullnámuna eftir föður sinn, Chubby Broccoli, en þykir hafa staðið sig stórkostlega við að færa 007 til nútímans með nýjustu myndinni sem sló rækilega í gegn. Salma Hayek segir að það hafi verið hlegið að sér þegar hún kom til Hollywood. Fólk hafi sagt við hana að hún væri Mexíkói og yrði aldrei leikari í Bandaríkjunum. Variety segir að ekki einungis hafi Salma verið tilnefnd til óskarsverðlauna, hún hafi einnig látið til sín taka í framleiðslu. Meðal annars framleiðir hún hina vinsælu þætti Ugly Betty. Angelina Jolie er tilnefnd meðal annars vegna þess að hún hefur verið natin við að vekja athygli á átakasvæðum í heiminum. Hún er líka einn af velvildarsendiherrum Sameinuðu þjóðanna. Danski leikstjórinn Susanne Bier er svo í Variety talin einn af fjórum mikilvægustu leikstjórum heims. Hún sló í gegn með myndinni Sá einasti eini, árið 1999. Síðan hefur hún sent frá sér myndir eins og Bræður og Eftir brúðkaupið. Erlent Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Sjá meira
Tímaritið Variety er eitt af stærstu og áhrifamestu tímaritum í skemmtanaiðnaðinum. Það fjallar ekki síst um þann iðnað út frá viðskiptasjónarmiðum. Variety hefur nú valið Björk Guðmundsdóttur sem eina af sex mikilvægustu konunum í þessum bransa. Og það eru engar smástelpur við hliðina á henni. Þar má finna bresku leikkonuna Helen Mirren. Hún hefur alltaf þótt frábær leikkona en undanfarin misseri hefur hún sópað til sín verðlaunum og stendur nú á hátindi frægðar sinnar, sextíu og tveggja ára gömul. Breski rithöfundurinn J.K. Rowling hefur ekki aðeins sópað til sín verðlaunum og vinsældum heldur einnig peningum í þeim mæli að hún er líklega orðin ríkari en Elísabet drottning. Variety telur Barböru Broccoli einn mikilvægasta kvikmyndaframleiðanda í heimi. Hún erfði að vísu James Bond gullnámuna eftir föður sinn, Chubby Broccoli, en þykir hafa staðið sig stórkostlega við að færa 007 til nútímans með nýjustu myndinni sem sló rækilega í gegn. Salma Hayek segir að það hafi verið hlegið að sér þegar hún kom til Hollywood. Fólk hafi sagt við hana að hún væri Mexíkói og yrði aldrei leikari í Bandaríkjunum. Variety segir að ekki einungis hafi Salma verið tilnefnd til óskarsverðlauna, hún hafi einnig látið til sín taka í framleiðslu. Meðal annars framleiðir hún hina vinsælu þætti Ugly Betty. Angelina Jolie er tilnefnd meðal annars vegna þess að hún hefur verið natin við að vekja athygli á átakasvæðum í heiminum. Hún er líka einn af velvildarsendiherrum Sameinuðu þjóðanna. Danski leikstjórinn Susanne Bier er svo í Variety talin einn af fjórum mikilvægustu leikstjórum heims. Hún sló í gegn með myndinni Sá einasti eini, árið 1999. Síðan hefur hún sent frá sér myndir eins og Bræður og Eftir brúðkaupið.
Erlent Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Sjá meira