Erlent

Vill selja forsetagallana á netinu

Óli Tynes skrifar
Vaira Vike-Freiberga með Beatrice Hollandsdrottningu.
Vaira Vike-Freiberga með Beatrice Hollandsdrottningu.

Fyrrverandi forseti Lettlands Vaira Vike-Freiberga er að hugsa um að selja forsetafötin sín á netinu til þess að endurheimta eitthvað af þeim peningum sem hún varði til þess að líta forsetalega út meðan hún gegndi embættinu. Í viðtali við lettneska útvarpsstöð sagði hún að hún hefði varið öllum launum sínum í föt til þess að vera landi sínu til sóma við opinberar athafnir.

Hún hefði meðal annars þurft að standa við hlið japönsku keisarahjónanna, Elísabetar Englandsdrottningar og Beatrice Hollandsdrottningar. Hún hefði talið það skyldu sína við þjóðina að vera vel klædd. Nú væru skápar hennar fullir af fötum sem hún gæti aldrei notað aftur.

Vike-Freiberga var kjörin forseti Lettlands árið 1999 og sat þau tvö kjörtímabil sem lög landsins leyfa. Hún lét af embætti í júní síðastliðnum og rekur nú ráðgjafaskrifstofu í Riga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×