Erlent

Hreyfillinn sprakk

Guðjón Helgason skrifar

Engan sakaði þegar hreyfill Boeing flugvélar tævanska flugfélagsins China Airlines sprakk í loft upp á flugvellinum á Okinawa í morgun. Farþegar komust við illan leik frá borði en vélin varð alelda og brotnaði í tvennt.

Alls voru 165 manns um borð í flugvélinni sem er af gerðinni Boeing 737 800. Hún var nýlent á Okinawa-flugvelli og farþegar að ganga frá borði þegar hreyfillinn sprakk. Flugvélin varð strax alelda og brotnaði í tvennt. Farþegarnir náðu að komast frá borði við illan leik.

Enginn þeirra slasaðist alvarlega, en einn starfsmaður flugvallarins slasaðist þó lítillega. Ekki er vitað með vissu hvað olli sprengingunni en líklegt talið að eldsneytisleka sé um að kenna. Hryðjuverk eru þó ekki útilokuð. Samkvæmt talsmanni China Airlines var vélin nýkomin úr reglubundinni skoðun.

Þetta er í fjórða skiptið á síðastliðnum þrettán árum sem flugvél China Airlines lenda í alvarlegu óhappi. Árið 1994 týndu tvö hundruð sextíu og fjórir lífi þegar flugvél frá flugfélaginu hrapaði nálgæt borginni Nagoya í Japan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×