Erlent

Hálshöggvinn opinberlega

Óli Tynes skrifar
Frá aftöku í Saudi-Arabíu.
Frá aftöku í Saudi-Arabíu.

Átján ára gamall maður var hálshögvinn í Saudi-Arabíu fyrir að hafa ráðið fósturmóður sinni bana fyrir einhverjum árum. í Saudi-Arabíu teljast menn fullorðnir við 18 ára aldur. Ef þeir eru yngri þegar þeir fremja afbrot sem varðar dauðadóm, eru þeir geymdir í fangelsi þartil aldrinum er náð. Meðal dauðasynda í landinu eru morð, nauðganir og vopnuð rán.

Í Saudi-Arabíu eru menn teknir af lífi með því að hálshöggva þá opinberlega með sverði. AP fréttastofan segir að 109 menn hafi verið teknir af lífi það sem af er þessu ári. Ekki var greint frá því hvað maðurinn var gamall þegar hann framdi glæp sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×