Erlent

Næsta....úr tuskunum

Óli Tynes skrifar
Abdul Rahman með nokkrum barna sinna...og þreytulegum eiginkonum.
Abdul Rahman með nokkrum barna sinna...og þreytulegum eiginkonum.

Einfættur sjötíu og átta barna faðir í Sameinuðu furstadæmunum er nú að leita sér að tveim nýjum konum til þess að geta haldið áfram barneignum. Hann ætlar að vera búinn að eignast 100 börn árið 2015. Naglinn heitir Abdul Rahman og er sextugur. Hann á þrjár eiginkonur eins og er. Tvær þeirra eru ófrískar. Abdul hefur eignast börnin 78 með fimmtán eiginkonum.

Elsta barnið er 36 ára og yngsta 20 daga. Samkvæmt lögum múslima mega þeir mest eiga fjórar konur í einu þannig að Abdul hefur þurft að skilja við margar konur um ævina til þess að hlaða niður öllum þessum börnum. Hann segist þurfa að kvænast minnst þrem konum til viðbótar til þess að ná takmarki sínu.

Fjölskyldan býr í 15 húsum. Abdul sem er hermaður á eftirlaunum fær aðstoð frá hinu opinbera til þess að halda öllum hópnum uppi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×