Erlent

Nakið fólk á jökli

Guðjón Helgason skrifar

Mörg hundruð manns létu kuldann ekki á sig fá og beruðu sig í Svissnesku ölpunum í gær. Var það allt gert fyrir listina en þar var ljósmyndarinn Spencer Tunick mættur til að skapa listaverk með Grænfriðingum.

Nakið fólk fjölmennti á Aletsch-jökulinn í Svissnesku Öplunum í gær til að beiðni listamannsins Spencers Tunicks og Grænfriðunga. Tunick er gjörningalistamaður sem hefur sérhæft sig í að mynda nakið fólk í hópum. Að þessu sinni urðu jöklar fyrir valinu en þetta nýjasta verk hann er eins konar lifandi höggmynd sem gerð er til að skapa táknræn tengsl milli fólks og jökla nú þeagar jöklar hopa vegna loftslagsbreytinga.

Með verkinu vill Tunic að fólk átti sig á því að loftslagsbreytingar séu ekki óhlutstæðar heldur mikil ógn sem hafi áhrif á alla. Haldi áfram sem horfi er talið að allir jöklar í Sviss verði horfnir fyrir árið 2080. Aletsch-jökullinn hopaði um 115 metra 2005 og 2006.

Það var nokkuð kalt á jöklinu meðan myndirnar voru teknar en þeir sem mættu á Adams- og Evu-klæðunum til að taka þátt í listsköpun Tunics létu það ekki á sig fá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×