Erlent

Handtökuskipun gefin út á dóttur Saddam Hussein

Raghad Saddam Hussein
Raghad Saddam Hussein MYND/AFP

Alþjóðalögregan Interpol hefur gefið út handtökuskipun á elstu dóttur Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks. Raghad Saddam Hussein, sem flúði land þegar Bandaríkjamenn gerðu innrás í Írak árið 2003, er meðal annars sökuð um hryðjuverk sem og önnur brot. Hún tók þátt í því að skipuleggja vörn í dómsmáli föður hennar, sem var hengdur fyrir glæpi gegn mannkyninu í desember síðastliðnum.

Á síðasta ári settu yfirvöld í Írak Raghad og móður hennar Sajida á lista yfir eftirlýsta flóttamenn en þær eru taldar hafa stutt uppreisnaröfl í Írak. Innanríkisráðherra Íraks sagði í samtali við BBC í dag að Interpol hefði gefið út handtökuskipun á mæðgurnar til aðildaríkja.

Yfirvöld í Jórdaníu sögðu á síðasta ári að Raghad hefði búið sem flóttamaður í landinu en vissu ekki hvar hún væri nú niðurkomin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×