Erlent

Ég er á lausu

Óli Tynes skrifar
Hringurinn segir; "Ég er á lausu."
Hringurinn segir; "Ég er á lausu."

Hringur sem gefur til kynna að þú sért á lausu virðist vera að fara sigurför um heiminn. Hringinn geta borið bæði karlmenn og konur. Hann hefur nú selst í yfir 130 þúsund eintökum og framleiðandinn er að hefja mikla auglýsingaherferð. Hann er nýkominn úr kynningarferð til Kína, þar sem viðtökurnar voru mjög góðar, að hans sögn.

Það er Svíinn Johan Wahlbäck sem er hugmyndasmiðurinn. Hringurinn er túrkís-grænn og eins fyrir bæði karla og konur. Hann segir að þeir selji ekki bara hringa heldur lífsstíl. Hringurinn sé tákn um að viðkomandi elski og sé sáttur við sjálfan sig.....og sé á lausu.

Wahlbäck segir að hringurinn auðveldi fólki að finna sér förunaut. Það þurfi ekki lengur að þreifa sig áfram með spurningum um hvort mótparturinn sé bundinn öðrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×