Erlent

Eldflaug skotið á sænska farþegaflugvél

Óli Tynes skrifar
Þota frá Nordic Airways lendir á Arlanda.
Þota frá Nordic Airways lendir á Arlanda.

Eldflaug var skotið á sænska farþegaflugvél sem var í flugtaki frá Norður-Írak í síðustu viku. Eldflaugin sprakk rétt fyrir framan vélina, en ekki urðu á henni neinar skemmdir. Vélin var frá flugfélaginu Nordic Airways og um borð voru 137 farþegar og áhöfn.

Vélin var í flugtaki frá borginni Sulaymaniya í kúrdahéruðum Íraks. Hún var komin í 1500 metra hæð þegar eldflaugin kom æðandi og sprakk fyrir framan hana. Aðeins einn farþegi sá eldflaugina koma, en báðir flugmennirnir sáu hana.

Sænska loftferðaeftirlitið hefur staðfest þessa frétt. Talsmaður þess segir að vélin hafi verið komin í það mikla hæð að útilokað sé að flugmennirnir hafi tekið feil á þessu og einhverju sem var að gerast á jörðu niðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×