Erlent

Heyrðu hljóð úr námunni í Utah

Óli Tynes skrifar
Björgunarmenn eru að ryðja sér leið inn í námuna.
Björgunarmenn eru að ryðja sér leið inn í námuna.

Björgunarmenn í Utah í Bandaríkjunum segja að þeir hafi heyrt ókennileg hljóð úr námu þar sem sex námumenn hafa verið grafnir í tíu daga, eftir að náman féll saman. Hljóðin voru greind með sérstökum hljóðnemum og björgunarmenn segja ekki sé hægt að segja til um uppruna þeirra. Þeir hafa þó ákveðið að breyta stefnu fjórðu borholunnar ofan í námuma og stefna henni á hljóðið.

Auk þess að bora holur ofan í námuna í leit að mönnunum sex, eru stórvirkar vinnuvélar að ryðja sér leið inn í hana með því að fjarlægja þann jarðveg sem féll niður. Eigandi námunnar heldur því fram að jarðskjálfti hafi valdið hruninu.

Jarðfræðingar efast um þetta og segja að skjálftavirkni sem mældist hafi verið þegar náman féll saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×