Kalashnikov riffillinn 60 ára Guðjón Helgason skrifar 13. ágúst 2007 19:19 Kalashnikov árásarriffillinn rússneski er sextugur á þessu ári. Hönnur þessa heimsfræga drápstóls var heiðraður fyrir hönnunina í heimabæ sínum í dag. Þar bölvaði hann eftirlíkingum og sagðist gleðajst þegar sköpunarverk sitt væri notað í göfugum tilgangi. Það var árið 1947 sem sovéski herinn fór að nota AK-47 árásarriffilinn sem Mikhail Kalashnikov hannaði og er nefndur eftir honum. Síðan þá hafa rúmlega hundrað milljón rifflar verið smíðaðir. Nærri fimmtíu lönd láta hermenn sína hafa þá til verndar og árásar. Rachel Ftohl, hernaðarsérfræðingur, segir AK-47 árásarrifflana að finna alls staðar í heiminum. Þeir séu notaðir í borgarastyrjöldum og af glæpamönnum. Hún segir þetta þekkt sem áreiðanlegasta vopn í heimi og að allir vilji fá það. Bandaríkjamenn hafi sem dæmi keypt AK-47 árásarriffla fyrir hermenn sína í Írak. Kalashnikov hannaði riffilinn þar sem hann lá særður á sjúrkahúsi um leið og Seinni heimsstyrjöldinni var að ljúka. Hönnun hans er nú fagnað víða um Rússland þetta árið og fékk Kalashnikov, sem er 87 ára, höfðinglegar móttökur í heimabæ sínum Izhevsk í dag. Kalashnikov sagðist ánægður með að heyra nafn sitt nefnt þegar byssan sé notuð í göfugum tilgangi. Í Mósambík hafi uppreisnarmenn notað hana í frelsisbaráttu sinni og margir skírt syni sína Kalash. Í hverju þorpi séu margir drengir skírðir eftir honum og það sé gaman að heyra. Kalashnikov er ósáttur við ódýrar eftirlíkingar sem framleiddar í Búlgaríu, Kína og Bandaríkjunum. Rússar hafa reiknað út að frá Kalda stríðsinu hafi þeir tapað jafnvirði rúmlega tuttugu milljörðum króna árlega vegna þessa. Erlent Fréttir Vísindi Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Kalashnikov árásarriffillinn rússneski er sextugur á þessu ári. Hönnur þessa heimsfræga drápstóls var heiðraður fyrir hönnunina í heimabæ sínum í dag. Þar bölvaði hann eftirlíkingum og sagðist gleðajst þegar sköpunarverk sitt væri notað í göfugum tilgangi. Það var árið 1947 sem sovéski herinn fór að nota AK-47 árásarriffilinn sem Mikhail Kalashnikov hannaði og er nefndur eftir honum. Síðan þá hafa rúmlega hundrað milljón rifflar verið smíðaðir. Nærri fimmtíu lönd láta hermenn sína hafa þá til verndar og árásar. Rachel Ftohl, hernaðarsérfræðingur, segir AK-47 árásarrifflana að finna alls staðar í heiminum. Þeir séu notaðir í borgarastyrjöldum og af glæpamönnum. Hún segir þetta þekkt sem áreiðanlegasta vopn í heimi og að allir vilji fá það. Bandaríkjamenn hafi sem dæmi keypt AK-47 árásarriffla fyrir hermenn sína í Írak. Kalashnikov hannaði riffilinn þar sem hann lá særður á sjúrkahúsi um leið og Seinni heimsstyrjöldinni var að ljúka. Hönnun hans er nú fagnað víða um Rússland þetta árið og fékk Kalashnikov, sem er 87 ára, höfðinglegar móttökur í heimabæ sínum Izhevsk í dag. Kalashnikov sagðist ánægður með að heyra nafn sitt nefnt þegar byssan sé notuð í göfugum tilgangi. Í Mósambík hafi uppreisnarmenn notað hana í frelsisbaráttu sinni og margir skírt syni sína Kalash. Í hverju þorpi séu margir drengir skírðir eftir honum og það sé gaman að heyra. Kalashnikov er ósáttur við ódýrar eftirlíkingar sem framleiddar í Búlgaríu, Kína og Bandaríkjunum. Rússar hafa reiknað út að frá Kalda stríðsinu hafi þeir tapað jafnvirði rúmlega tuttugu milljörðum króna árlega vegna þessa.
Erlent Fréttir Vísindi Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira