Erlent

Farið fram á að Marta Lovísa afsali sér titlinum

Heyrir í englum
Heyrir í englum MYND/AP

Farið er fram á það í norska blaðinu Bergens Tidende í dag að norska prinsessan Marta Lovísa afsali sér titlinum. Í blaðinu er því haldið fram að hún nýti sér titilinn og frægðina til að græða peninga, en hún hefur komið á fót skóla þar sem nemendum er kennt að tala við engla.

Blaðið segir að sem prinsessa og mögulegur arftaki krúnunnar verði Marta Lovísa að hegða sér á ákveðinn hátt. Vilji hún hins vegar sinna hugðarefnum sínum væri réttast að hún afsalaði sér titlinum.

Marta Lovísa vakti heimsathygli á dögunum þegar hún upplýsti að hún gæti talað við dýr og engla. Hún hefur einnig opinberað að hún sé skyggn. Norska konungsfjölskyldan hefur ekkert viljað tjá sig um málið en slúðurblöð Noregs fara mikinn og tala um viðburð ársins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×