Erlent

Sænsk ungmenni leika sér að dauðanum

Félagi stúlkunnar tekur hana hálstaki.
Félagi stúlkunnar tekur hana hálstaki. MYND/youtube.com

Sænsk ungmenni virðast sum hver leggja stund á það að taka hvort annað hálstaki þar til líður yfir þau. "Leikinn" taka þau upp á símana sína og setja inn á netið. Tugi slíkra myndbanda er að finna á You Tube síðunni. Eftir einhvern tíma ranka þau við sér en sérfræðingar segja leikinn stórhættulegan og að ungmennin séu með háttarlaginu að leika sér að dauðanum.

Nils Wahlgren, taugafræðiprófessor við Karolinska sjúkrahúsið í Solna í Svíþjóð, varar fólk við leikjum af þessu tagi. Hann segir þá geta leitt til hjartaáfalls, blóðtappa og heilaskemmda og þá sérstakleg hjá þeim sem veikir eru fyrir.

Nokkrum sekúndum síðar fellur hún í gólfið.MYND/youtube.com

Wahlgren telur að unglingarnir séu með þessu að sækjast eftir athygli og annar sérfræðingur segir að sumir finni til vellíðunar. Auðvelt er þó að fara yfir strikið og vara þeir eindregið við leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×