Erlent

Banna samfarir á timburfleka

Óli Tynes skrifar
Engann dónaskap hér.
Engann dónaskap hér.

Lögreglan í Kaupmannahöfn segir að hún muni stöðva samfarir manns og konu á timburfleka í höfn höfuðborgarinnar í kvöld, ef til þeirra komi. Samfarirnar voru boðaðar til þess að draga fleiri gesti á Copenhagen Fashion Week, sem nú stendur yfir. Taus Abilgard, einn af aðstandendum sýningarinnar segir að þetta hafi verið tillaga frá nokkrum gestanna og maðurinn og konan hafi lýst sig fús til ásta.

Erik Sönderborg, aðstoðar lögreglustjóri í Kaupmannahöfn segir hinsvegar að ekki hafi verið beðið um leyfi fyrir þennan atburð, enda yrði slíkt leyfi ekki gefið. Sönderborg sagði jafnframt að ef til samfaranna kemur muni lögreglan....er...trufla þær.

Þeir áskrifendur Stöðvar 2 sem hafa áhuga á að vita hvernig fer geta fylgst með danska sjónvarpinu klukkan sjö í kvöld, en þá var ástarleikurinn boðaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×