Erlent

Sex nýjar dýradegundir fundnar

Tanganyika fljótið
Tanganyika fljótið

Í rannsóknarleiðangri um afskekkt svæði í frumskógum Kongó fundu vísindamenn sex áður óþekktar dýrategundir.

Um er að ræða eina tegund leðurblaka, eina rottutegund, tvær tegundir snjáldurmúsa og tvær froskategundir.

 

Skoðað var eins ferkílómetra stórt svæði í Austur-Kongó, rétt hjá fljótinu Tanganyika. Farið var í janúar á þessu ári og stóðu rannsóknirnar í tvo mánuði. Svæðið hafði verið lokað vísindamönnum síðan 1960 vegna óstöðugleika í lífríkinu.

Leiðangurinn var á vegum Wildlife Conservation Society (WCS). Í yfirlýsingu frá þeim segir: „Ef við getum fundið sex nýjar tegundir á svo stuttum tíma hlýtur maður að velta fyrir sér hvað fleira sé ófundið."

Af lagardýrunum tveimur sem uppgötvuðust er einn lítill og grænn froskur af Hyperolius-ættkvísl. Hinn gæti verið af alveg nýrri ættkvísl.

Myndir af nokkrum dýranna má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×