Erlent

Þriggja mánaða látlausir bardagar í Líbanon

Óli Tynes skrifar
Reykjavbólstrar hafa nú svifið yfiir Trípólí í þrjá mánuði.
Reykjavbólstrar hafa nú svifið yfiir Trípólí í þrjá mánuði.

Þrátt fyrir tólf vikna bardaga hefur líbanska hernum ekki tekist að vinna sigur á liðsmönnum Fatah al-Islam samtakanna sem hafa víggirt sig í flóttamannabúðum Palestínumanna skammt frá Trípólí. Fatah al-Islam segjast aðhyllast hugmyndafræði Al Kæda, en ekki hafa nein bein tengsl við hryðjuverkasamtökin. Hátt á þriðja hundrað manns hafa fallið í átökunum hingaðtil, þar af yfir 40 óbreyttir borgarar.

Yfir 40 þúsund palestinskir flóttamenn bjuggu í flóttamannabúðunum þegar átökin hófust fyrir þrem mánuðum. Þeir eru nú nánast allir flúnir, enda búðirnar nánast í rúst eftir látlausa stórskotahríð. Mjög fór að síga á ógæfuhliðina í Líbanon árið 2005 þegar Rafik al-Harari fyrrverandi forsætisráðherra var myrtur.

Hann stýrði að mestu uppbyggingu Líbanons eftir borgarastríðið sem geistaði árin 1975-1990. Sú uppbyging þótti ganga kraftaverki næst. En eftir að hann var myrtur virðist allt vera að fara í sama farið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×