Erlent

Abbas og Olmert funda

Guðjón Helgason skrifar

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, komu saman til viðræðan í Jeríkó á Vesturbakkanum í morgun. Mikil öryggisgæla er við fundarstaðinn en svo háttsettir fulltrúar Ísraela og Palestínumanna hafa ekki fundað í palestínskri borg í mörg ár.

Fyrir fundinn sagðist Abbas vilja ræða við Olmert um landamæri, málefni flóttamanna og skiptingu Jerúsalems. Ísraelar segjast þó ekki vilja ræða slík meginatriði strax heldur á friðarráðstefnu Bandaríkjamanna sem haldin verður í nóvember. Þeir vilja aðeins ræða stöðu mála almennt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×