Erlent

Gin og klaufaveiki greinist á Englandi

Gin og klaufaveiki kom síðast upp í Bretlandi árið 2001
Gin og klaufaveiki kom síðast upp í Bretlandi árið 2001 MYND/AFP

Yfirvöld í Bretlandi greindu frá því í dag að gin og klaufaveiki hafi fundist í nautgripum á bóndabæ nærri Guildford í Surrey fyrir utan London.

Nokkur dýr hafa verið greind með sjúkdóminn sem olli mikill skelfingu í Bretlandi árið 2001.

Þriggja kílómetra svæði í kringum bóndabæinn hefur verið girt af og landbúnaðarráðuneyi Breta hefur bannað allan flutning á svínum og jórturdýrum í landinu.

Samkvæmt lögum mun nautgripum á bænum verða slátrað og er bændum um allt land bent á að fylgjast vel með dýrum sínum og tilkynna yfirvöldum umsvifalaust ef einhverjar grunsemdir vakna um smit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×