Erlent

Engin ganga til heiðurs Hess

Óli Tynes skrifar
Rudolf Hess.
Rudolf Hess.

Æðsti dómstóll í Bæjaralandi hefur staðfest bann bæjarstjórnarinnar í smábænum Wunsiedel við því að farin verði minningarganga á dánardægri nazistaforingjans Rudolfs Hess. Hess var jarðsettur þar eftir að hann framdi sjálfsmorð 17. ágúst árið 1987. Hann hafði þá setið í stríðsglæpafangelsi bandamanna í Spandau í 46 ár.

Hess var með þeim fyrstu sem gengu til liðs við Adolf Hitler og var staðgengill foringjans Í Nazistaflokknum. Rétt áður en Þjóðverjar réðust inn í Sovétríkin flaug hann til Skotlands til þess að reyna að semja frið við Breta, en var handtekinn.

Eftir stríðið var hann dæmdur í ævilangt fangelsi og aldrei náðaður. Nýnazistar líta á Hess sem píslarvott því hann hélt alla tíð fast við hugmyndafræði nazismans. Því vilja þeir heiðra minningu hans með skrúðgöngu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×