Erlent

Talibanar samþykkja að ræða örlög suður-kóresku gíslanna

Bandarískir hermenn á ferð um Ghazni héraðið í dag
Bandarískir hermenn á ferð um Ghazni héraðið í dag MYND/AP

Talibanarnir sem hafa 21 suður-kóreskan gísl í haldi hafa samþykkt að hitta suður-kóreska embættismenn augliti til auglitis til að ræða örlög gíslanna sem þeir haf haft í haldi í tvær vikur.

Staðsetning fundarins hefur ekki verið ákveðin en talibanarnir neituðu að hitta embættismennina þar sem Nato hersveitir væru staðsettar.

Talibanarnir hafa þegar tekið tvo gísla af lífi og hótað því að fleiri verði drepnir ef afgönsk stjórnvöld leysa ekki menn úr þeirra röðum úr fangelsum.

Talið er að suður-kóresku gíslunum sé haldið í litlum hópum í þorpum umhverfis Ghazni í Afganistan. Hermenn hafa umkringt svæðið, á meðan tilraunir til að komast að friðsælli lausn standa enn yfir. Leitað hefur verið í húsum og fólki verið bent á að yfirgefa svæðið sem bendir til þess að hernaðaraðgerðir gætu verið yfirvofandi.

Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur áður skipt á föngum fyrir gísla en það er ekki legur stefna stjórnvalda.

Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa endurtekið lýst sig mótfallin hernaðaraðgerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×