Belgar deila um innflytjendastefnu stjórnvalda Jónas Haraldsson skrifar 31. júlí 2007 15:03 Belgískir fjölmiðlar og mannréttindafrömuðir önduðu léttar í dag þegar frestað var að reka úr landi unga stúlku frá Ekvador og móður hennar sem eru þar ólöglegir innflytjendur. Málið hefur vakið upp spurningar varðandi innflytjendastefnu í Belgíu. Almenningi blöskraði aðför yfirvalda að mæðgunum en stúlkan hefur verið í skóla í Belgíu í lengri tíma. Auk þess verður faðir hennar eftir í landinu, en hann er einnig ólöglegur innflytjandi. Þrátt fyrir það hefur hann ekki verið handtekinn. Mannréttindahópar hafa líka gagnrýnt yfirvöld harkalega fyrir að halda stúlkunni, sem er 11 ára, í gæsluvarðhaldi og segja að það sé brot á öllum þeim mannréttindasáttmálum sem Belgía hefur samþykkt. Dómstólar fyrirskipuðu að mæðgunum skyldi sleppt úr haldi aðeins nokkrum klukkutímum áður en átti að senda þær úr landi. Fjölmiðlar í Belgíu, sem og Ekvador, hafa farið mikinn í málinu. Þá hefur hin belgíska eiginkona Rafael Correa, forseta Ekvador, tekið málið upp á sínar hendur og barist fyrir hönd mæðgnanna. Brottrekstur úr landi er viðkvæmt málefni í Belgíu. Dauði tvítugrar nígerískrar stúlku, þegar verið var að reka hana úr landi gegn vilja sínum árið 1998, er Belgum enn í fersku minni. Þó svo að úrskurður dómstóla í dag hafi verið sigur fyrir mæðgurnar frá Ekvador er baráttu þeirra fyrir að vera áfram í Belgíu síður en svo lokið. Þær eiga enn á hættu að vera reknar úr landi en lögfræðingur þeirra ætlar sér að reyna að sækja um landvistarleyfi fyrir þær á forsendum þeirra tengsla sem þær hafa við þjóðfélagið. Hann segist þó ekki bjartsýnn þar sem belgísk yfirvöld samþykki sjaldan þau rök. Erlent Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Belgískir fjölmiðlar og mannréttindafrömuðir önduðu léttar í dag þegar frestað var að reka úr landi unga stúlku frá Ekvador og móður hennar sem eru þar ólöglegir innflytjendur. Málið hefur vakið upp spurningar varðandi innflytjendastefnu í Belgíu. Almenningi blöskraði aðför yfirvalda að mæðgunum en stúlkan hefur verið í skóla í Belgíu í lengri tíma. Auk þess verður faðir hennar eftir í landinu, en hann er einnig ólöglegur innflytjandi. Þrátt fyrir það hefur hann ekki verið handtekinn. Mannréttindahópar hafa líka gagnrýnt yfirvöld harkalega fyrir að halda stúlkunni, sem er 11 ára, í gæsluvarðhaldi og segja að það sé brot á öllum þeim mannréttindasáttmálum sem Belgía hefur samþykkt. Dómstólar fyrirskipuðu að mæðgunum skyldi sleppt úr haldi aðeins nokkrum klukkutímum áður en átti að senda þær úr landi. Fjölmiðlar í Belgíu, sem og Ekvador, hafa farið mikinn í málinu. Þá hefur hin belgíska eiginkona Rafael Correa, forseta Ekvador, tekið málið upp á sínar hendur og barist fyrir hönd mæðgnanna. Brottrekstur úr landi er viðkvæmt málefni í Belgíu. Dauði tvítugrar nígerískrar stúlku, þegar verið var að reka hana úr landi gegn vilja sínum árið 1998, er Belgum enn í fersku minni. Þó svo að úrskurður dómstóla í dag hafi verið sigur fyrir mæðgurnar frá Ekvador er baráttu þeirra fyrir að vera áfram í Belgíu síður en svo lokið. Þær eiga enn á hættu að vera reknar úr landi en lögfræðingur þeirra ætlar sér að reyna að sækja um landvistarleyfi fyrir þær á forsendum þeirra tengsla sem þær hafa við þjóðfélagið. Hann segist þó ekki bjartsýnn þar sem belgísk yfirvöld samþykki sjaldan þau rök.
Erlent Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira