Verðbólga yfir hundrað þúsund prósent í Zimbabwe í árslok Jónas Haraldsson skrifar 31. júlí 2007 09:55 Robert Mugabe, forseti Zimbabwe. MYND/AFP Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í dag að verðbólga í Zimbabwe, á ársgrundvelli, gæti náð hundrað þúsund prósentum í lok þessa árs. Þetta fullyrðir Abdoulaye Bio Tchane, yfirmaður afrískra þróunarmála hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Til þess að takast á við verðbólguna í landinu ætlar seðlabankinn í Zimbabwe sér að gefa út nýjan peningaseðil, sem verður tvöfalt hærri að verðgildi en sá hæsti sem nú er í umferð. Nýi seðillinn verður 200.000 zimbabweskir dollarar og hann er metinn á um það bil einn bandarískan dollara á svarta markaðnum í landinu og um 13 á opinberu gengi. Hæsti seðillinn var áður 100.000 ZD. Sem stendur verður almenningur að bera á sér gríðarstórar upphæðir til þess eins að geta keypt sér í matinn þann daginn og vonast er til þess að þessar aðgerðir eigi eftir að draga úr því. Aðeins er eitt ár síðan Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, skar þrjú núll aftan af gjaldmiðli landsins. Aðgerðir stjórnvalda taldar auka á verðbólgunaFólk að versla í búð í Zimbabwe. Eins og sést er úrvalið vægast sagt takmarkað þar sem verslunareigendur hafa hreinlega ekki efni á því að kaupa nýjar vörur eftir að stjórnvöld skipuðu þeim að lækka verð og frystu þau síðan.MYND/AFPÍ síðasta mánuði skipuðu stjórnvöld verslunum að lækka öll verð um helming og frystu þau síðan. Það var vegna þess að þau höfðu þá hækkað um 300 prósent á innan við viku. Vegna þeirra aðgerða stjórnvalda voru hundruð verslunareigenda, sem urðu ekki við skipunum stjórnvalda, handteknir fyrir að selja vörur of háu verði og voru sektaðir og jafnvel fangelsaðir. Búðum þeirra var síðan lokað í kjölfarið og við það varð matarskorturinn enn alvarlegri. Mugabe segir að aðgerðirnar séu nauðsynlegar til þess að koma reglu á markaði í landinu en hann vill meina að andstæðingar hans séu að reyna að koma honum frá með því að eyðileggja efnahag landsins. Þá neitar hann að hafa gert nokkuð sem gæti hafa komið niður á efnahag landsins og sakar þess í stað Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Alþjóðabankann, Bandaríkin og Bretland um að reyna að koma sér frá völdum með því að gera landið gjaldþrota. Sérfræðingar telja þó að aðgerðir Mugabe, lögbundin lækkun á vörum og frysting á verðum, eigi að lokum eftir að ýta undir skort á vörum og því auka enn á verðbólguna í landinu. Erlent Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í dag að verðbólga í Zimbabwe, á ársgrundvelli, gæti náð hundrað þúsund prósentum í lok þessa árs. Þetta fullyrðir Abdoulaye Bio Tchane, yfirmaður afrískra þróunarmála hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Til þess að takast á við verðbólguna í landinu ætlar seðlabankinn í Zimbabwe sér að gefa út nýjan peningaseðil, sem verður tvöfalt hærri að verðgildi en sá hæsti sem nú er í umferð. Nýi seðillinn verður 200.000 zimbabweskir dollarar og hann er metinn á um það bil einn bandarískan dollara á svarta markaðnum í landinu og um 13 á opinberu gengi. Hæsti seðillinn var áður 100.000 ZD. Sem stendur verður almenningur að bera á sér gríðarstórar upphæðir til þess eins að geta keypt sér í matinn þann daginn og vonast er til þess að þessar aðgerðir eigi eftir að draga úr því. Aðeins er eitt ár síðan Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, skar þrjú núll aftan af gjaldmiðli landsins. Aðgerðir stjórnvalda taldar auka á verðbólgunaFólk að versla í búð í Zimbabwe. Eins og sést er úrvalið vægast sagt takmarkað þar sem verslunareigendur hafa hreinlega ekki efni á því að kaupa nýjar vörur eftir að stjórnvöld skipuðu þeim að lækka verð og frystu þau síðan.MYND/AFPÍ síðasta mánuði skipuðu stjórnvöld verslunum að lækka öll verð um helming og frystu þau síðan. Það var vegna þess að þau höfðu þá hækkað um 300 prósent á innan við viku. Vegna þeirra aðgerða stjórnvalda voru hundruð verslunareigenda, sem urðu ekki við skipunum stjórnvalda, handteknir fyrir að selja vörur of háu verði og voru sektaðir og jafnvel fangelsaðir. Búðum þeirra var síðan lokað í kjölfarið og við það varð matarskorturinn enn alvarlegri. Mugabe segir að aðgerðirnar séu nauðsynlegar til þess að koma reglu á markaði í landinu en hann vill meina að andstæðingar hans séu að reyna að koma honum frá með því að eyðileggja efnahag landsins. Þá neitar hann að hafa gert nokkuð sem gæti hafa komið niður á efnahag landsins og sakar þess í stað Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Alþjóðabankann, Bandaríkin og Bretland um að reyna að koma sér frá völdum með því að gera landið gjaldþrota. Sérfræðingar telja þó að aðgerðir Mugabe, lögbundin lækkun á vörum og frysting á verðum, eigi að lokum eftir að ýta undir skort á vörum og því auka enn á verðbólguna í landinu.
Erlent Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Sjá meira