Erlent

Bandaríkin semja um hernaðaraðstoð við ríki í Mið-Austurlöndum

Bandaríkin skýrðu í dag frá því að þau ætli sér að semja um 13 milljarða dollara heraðstoð við Egypta og 30 milljarða dollara varnarsamning við Ísrael. Þá ætla þeir sér einnig að semja um styrki í hermálum við Sádi-Arabíu og fleiri ríki við Persaflóann.

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti þetta aðeins nokkrum klukkustundum áður en hún fór í ferð til Egyptalands og Sádi-Arabíu ásamt Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Tilgangur ferðarinnar er að afla stuðnings meðal Arabaríkja við að koma á stöðugleika í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×