Erlent

Bandaríkin og Indland ljúka viðræðum um samstarf í kjarnorkumálum

Bandaríkin og Indland sögðu í dag að þau hefði lokið viðræðum um samvinnu í kjarnorkumálum. Þau segja að samningurinn muni færa báðum löndum umtalsverðan ávinning. Hvorugur aðilinn var þó tilbúinn til þess að ljóstra upp atriðum samningsins en þau viðurkenndu þó að enn ætti eftir að ljúka nokkrum atriðum áður en samningurinn gæti tekið gildi.

Indland þarf að semja við Alþjóðakjarnorkueftirlitsstofnunina um að hafa eftirlit með kjarnorkuáætlun sinni og hljóta samþykki hjá hópi þjóða sem framleiða kjarnorkueldsneyti. Þá verður bandaríska þingið einnig að staðfesta hann en margir þingmenn hafa þungar áhyggjur af því að verið sé að deila ríkisleyndarmálum með Indverjum.

Samkvæmt samningnum munu Indverjar fá aðgang að kjarnorkueldsneyti sem og búnaði í fyrsta sinn í 30 ár og það þrátt fyrir að landið hafi neitað að skrifa undir sáttmála um takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×