Erlent

Geimfarar hátt uppi

Óli Tynes skrifar

Sérstök rannsóknarnefnd bandarísku Geimferðastofnunarinnar NASA hefur komist að því að geimfarar hafa að minnsta kosti tvisvar sinnum farið á dúndrandi fyllerí innan við tólf tímum fyrir geimferð. Nefndin var sett á fót eftir að geimfarinn Lisa Nowak réðst á annan kvengeimfara vegna afbrýðisemi. Hlutverk nefndarinnar var að kanna geðheilsu bandarískra geimfara.

NASA hefur staðfest að í skýrslu nefndarinnar sé skýrt frá áfengisdrykkju geimfaranna. Enginn er þar þó nafngreindur. Geimferðastofnunin hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem spurningum um þetta mál verður svarað. Sem og spurningum um starfsmann sem eyðilagði tölvu sem átti að fara í Alþjóðlegu geimstöðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×