Erlent

Shambo færður til slátrunar

Shambo
Shambo MYND/AFP

Farið var með heilaga nautið Shambo til slátrunar í dag. Shambo sem er í eigu munka í hindúaklaustri í Wales greindist með berkla í apríl og hefur áfrýjunardómstóll skipað svo fyrir að honum skuli slátrað til að koma í veg fyrir smit.

Hindúar víða um heim hafa mótmælt slátruninni en samkvæmt hindúatrú er bannað er að slátra nautgripum. Ósætti milli hindúa og yfirvalda hafa magnast vegna málsins undanfarna mánuði.

Nærri hundrað munkar mynduðu í dag skjaldborg um musterið þar sem nautinu hefur verið haldið í einangrun til að varna því því að lögregla næmi það á brott. Lögregla náði þó að lokum að brjóta sér leið inn í musterið og fór með nautið til slátrunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×