Sport

Rasmussen niðurbrotinn vegna brottvísunar úr Tour de France

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Rasmussen hefur ekki mikla ástæðu til að fagna núna.
Rasmussen hefur ekki mikla ástæðu til að fagna núna. NordicPhotos/GettyImages

Danski hjólreiðakappinn Michael Rasmussen segist vera niðurbrotinn eftir að honum var vísað úr Tour de France fyrir að mæta ekki í lyfjapróf. Rasmussen var fremstur í keppninni þegar honum var vísað úr keppni. Mikið hneyksli hefur verið vegna lyfjamála keppenda og er Rasmussen þriðji keppandinn sem dæmdur hefur verið úr leik.

Áður höfðu Cristian Moreni og Alexandre Vinokourov fallið á lyfjaprófi og verið vísað úr keppni. Brottvísun Rasmussen gerði það að verkum að enginn verður í hinnu frægu gulu treyju á 17 stigi keppnarinnar. Sá sem leiðir mótið hverju sinni klæðist gulu treyjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×