Erlent

Einn æðsti stjórnendi ETA handtekinn

Jónas Haraldsson skrifar

Alfredo Perez, innanríkisráðherra Spánar, skýrði frá því í dag að franska lögreglan hefði handtekið einn af æðstu yfirmönnum ETA. Juan Cruz Maiza Artola, 56 ára, og tveir aðrir meðlimir ETA voru handteknir í bænum Rodez. Perez sagði Artola hafa verið yfir flutningum og aðföngum hjá ETA og því væri augljóst að handtaka hans væri mjög mikilvægur atburður.

Spænska lögreglan og leyniþjónustan hefur hert aðgerðir sínar gegn ETA eftir að samtökin bundu enda vopnahlé í síðasta mánuði. Artola er talinn þriðji valdamesti maðurinn í samtökunum. Tugir meðlima hafa verið handteknir á Spáni síðan vopnahléið endaði þann 5. júní síðastliðinn. Sumir voru jafnvel handteknir í Mexíkó og Kanada.

ETA ber ábyrgð á dauða fleiri en 800 á þeim fjórum áratugum sem barátta þeirra fyrir sjálfstæði basknesku héraðanna hefur staðið yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×