Erlent

Putin segir nauðsynlegt að styrkja rússneska herinn

Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í dag að nauðsynlegt væri að byggja upp herinn og njósnastarfsemi landsins vegna nýrra ógna, þar á meðal uppbyggingu bandarísks eldflaugakerfis í Austur-Evrópu. Putin sagði þetta á fundi með háttsettum yfirmönnum í hernum og leyniþjónustunni í dag.

Fundurinn í dag var fundur sem haldinn er árlega og venjan er að lofa herinn og segja að hann verði að stækka. Engu að síður sagði Putin að það væru nýjar ástæður að baki en venjulega. Hann vísaði þá í eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna og hrun sáttamálans um takmörkun á herafla í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×