Ítalir rökræða stöðu kvenna í þjóðfélaginu Jónas Haraldsson skrifar 25. júlí 2007 10:50 Elisabetta CanalisMYND/Vísir Mikil umræða fer nú fram á Ítalíu um stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Ímynd kvenna þar í landi snýst um kynþokka og að hafa laglegar línur. Sumar konur telja karlrembu vera vera ástæðuna en aðrar konur segja ekkert eðlilegra en að vera stoltar af líkama sínum. Smellið á „Spila" til þess að sjá myndbrot með fréttinni. Ítalir á Fiumicino flugvelli virðast ekki kippa sér mikið upp við gríðarstórt auglýsingaspjald, sem á er mynd af fáklæddri konu í svörtum brjóstahaldara, á meðan þeir biðu eftir flugum nú í sumar. Um auglýsingu fyrir ítalska undirfatafyrirtækið Intimissimi er að ræða og samkvæmt ítölskum stöðlum er auglýsingin allt að því hófsöm. Þeir tóku hins vegar eftir því þegar að breskt dagblað birti grein sem hét „Nakinn metnaður" sem hélt því fram að allt á Ítalíu snerist um stór brjóst og lögulega afturenda. Í henni sagði ennfremur að kynferðislegar ímyndir væru viðtekin venja og femínismi væri dauður. Með greininni voru tvær myndir. Annars vegar af frægri ítalskri stúlku, Elisabetta Canalis, þar sem hún er hálfnakin að auglýsa farsíma. Hins vegar var mynd af Ilariu d'Amico, íþróttafréttakonu á Ítalíu, íklæddri flegnum svörtum kjól og á textanum undir myndinni stóð að hún væri sífellt klædd á þann hátt í sjónvarpinu, umkringd karlmönnum í jakkafötum.Skiptar skoðanir meðal ítalskra kvennaIlaria d'Amico að störfum í knattspyrnuþætti sínum.MYND/VísirFjölmargar ítalskar konur segja að nú sé nóg komið og eitthvað verði að gera til þess að vega á móti karlrembunni. Lilli Gruber, fyrsti kvenkyns sjónvarpsþulurinn á Ítalíu og nú evrópuþingmaður (fyrsti viðmælandi á meðfylgjandi myndbandi), segir að ástæðurnar fyrir ástandinu séu þær að skortur á reglugerðum og mikil karlmennska leiði til þess að konur haldi að þær geti komist áfram á því að notfæra sér líkama sína í stað þess að nýta gáfurnar. Alessia Merz, sem er kynnir í ítölskum sjónvarpsþætti segir hins vegar aðra sögu (annar viðmælandi á meðfylgjandi myndbandi). „Þegar þú kemur fram í sjónvarpi og ert falleg kona áttu ekki að þurfa að hylja þig frá toppi til táar og forðast að sýna línurnar, til þess að fela það að þú hafir falleg brjóst, eða að forðast það að vera í sundfötum svo að það sjáist ekki í lögulegan afturendann. Að sýna hvernig þú ert vaxin er ekki að hlutgera sig. Það þýðir einfaldlega að ég er falleg kona sem get leyft mér að sýna líkama minn." Á yfirborðinu virðist sem það sé það álit sem að flestir hafi. Ítölsk dagblöð og tímarit eru full af auglýsingum með fáklæddum og ögrandi klæddum konum. Jafnréttisráðherra Ítalíu, Barböru Pollastrini, blöskrar sú ímynd sem gefin er af ítölskum konum. Hún heldur því fram að ítalskar konur hafi náð stórstíga framförum á mörgum sviðum. Þá kennir hún karlmönnum, sem eru í meirihluta í ráðandi stöðum í ítölsku þjóðfélagi, um þá ímynd sem nú birtist alls staðar af ítölskum konum. Erlent Mest lesið Olivia Hussey er látin Erlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Urðu úti við leit að Stórfæti Erlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Elisabetta CanalisMYND/Vísir Mikil umræða fer nú fram á Ítalíu um stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Ímynd kvenna þar í landi snýst um kynþokka og að hafa laglegar línur. Sumar konur telja karlrembu vera vera ástæðuna en aðrar konur segja ekkert eðlilegra en að vera stoltar af líkama sínum. Smellið á „Spila" til þess að sjá myndbrot með fréttinni. Ítalir á Fiumicino flugvelli virðast ekki kippa sér mikið upp við gríðarstórt auglýsingaspjald, sem á er mynd af fáklæddri konu í svörtum brjóstahaldara, á meðan þeir biðu eftir flugum nú í sumar. Um auglýsingu fyrir ítalska undirfatafyrirtækið Intimissimi er að ræða og samkvæmt ítölskum stöðlum er auglýsingin allt að því hófsöm. Þeir tóku hins vegar eftir því þegar að breskt dagblað birti grein sem hét „Nakinn metnaður" sem hélt því fram að allt á Ítalíu snerist um stór brjóst og lögulega afturenda. Í henni sagði ennfremur að kynferðislegar ímyndir væru viðtekin venja og femínismi væri dauður. Með greininni voru tvær myndir. Annars vegar af frægri ítalskri stúlku, Elisabetta Canalis, þar sem hún er hálfnakin að auglýsa farsíma. Hins vegar var mynd af Ilariu d'Amico, íþróttafréttakonu á Ítalíu, íklæddri flegnum svörtum kjól og á textanum undir myndinni stóð að hún væri sífellt klædd á þann hátt í sjónvarpinu, umkringd karlmönnum í jakkafötum.Skiptar skoðanir meðal ítalskra kvennaIlaria d'Amico að störfum í knattspyrnuþætti sínum.MYND/VísirFjölmargar ítalskar konur segja að nú sé nóg komið og eitthvað verði að gera til þess að vega á móti karlrembunni. Lilli Gruber, fyrsti kvenkyns sjónvarpsþulurinn á Ítalíu og nú evrópuþingmaður (fyrsti viðmælandi á meðfylgjandi myndbandi), segir að ástæðurnar fyrir ástandinu séu þær að skortur á reglugerðum og mikil karlmennska leiði til þess að konur haldi að þær geti komist áfram á því að notfæra sér líkama sína í stað þess að nýta gáfurnar. Alessia Merz, sem er kynnir í ítölskum sjónvarpsþætti segir hins vegar aðra sögu (annar viðmælandi á meðfylgjandi myndbandi). „Þegar þú kemur fram í sjónvarpi og ert falleg kona áttu ekki að þurfa að hylja þig frá toppi til táar og forðast að sýna línurnar, til þess að fela það að þú hafir falleg brjóst, eða að forðast það að vera í sundfötum svo að það sjáist ekki í lögulegan afturendann. Að sýna hvernig þú ert vaxin er ekki að hlutgera sig. Það þýðir einfaldlega að ég er falleg kona sem get leyft mér að sýna líkama minn." Á yfirborðinu virðist sem það sé það álit sem að flestir hafi. Ítölsk dagblöð og tímarit eru full af auglýsingum með fáklæddum og ögrandi klæddum konum. Jafnréttisráðherra Ítalíu, Barböru Pollastrini, blöskrar sú ímynd sem gefin er af ítölskum konum. Hún heldur því fram að ítalskar konur hafi náð stórstíga framförum á mörgum sviðum. Þá kennir hún karlmönnum, sem eru í meirihluta í ráðandi stöðum í ítölsku þjóðfélagi, um þá ímynd sem nú birtist alls staðar af ítölskum konum.
Erlent Mest lesið Olivia Hussey er látin Erlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Urðu úti við leit að Stórfæti Erlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira