Erlent

MySpace lokar heimasvæðum 29.000 kynferðisafbrotamanna

MYND/AFP

Fjöldi kynferðisafbrotamanna frá Bandaríkjunum sem setur upp heimasvæði á tengslasíðunni MySpace hefur að sögn forsvarsmanna hans fjórfaldast og telur nú 29 þúsund. Í yfirlýsingu frá MySpace segjast þeir þó hafa lokað á þær allar.

Í yfirlýsingu frá MySpace kom fram að eigendur tengslasíðunnar væru stoltir af því að hafa fundið mennina og lokað heimasvæðum þeirra. Um 600 þúsund dæmdir kynferðisafbrotamenn eru á skrá í Bandaríkjunum og hafa ýmis samtök þar barist fyrir því að börn þurfi leyfi foreldra til að nota síður á borð við MySpace.

Samkvæmt núgildandi reglum verða börn að vera 14 ára til þess að geta sett upp síðu á MySpace. Lítið mál er þó að ljúga einfaldlega til um aldur og búa til heimasvæði. Foreldrar barna sem eru með heimasvæði á MySpace eru því beðnir að fylgjast vel með því hvað þau eru að gera og við hvern þau eru að tala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×