Erlent

Norska prinsessan segist vera skyggn

Jónas Haraldsson skrifar
Marta Lovísa
Marta Lovísa

Norska prinsessan Marta Lovísa tilkynnti í dag að hún sé skyggn og að hún ætli sér að hjálpa fólki að tala við engla. Marta Lovísa, sem er 35 ára, er menntaður sjúkraþjálfari.

Marta Lovísa setti nýverið á fót skóla í þessum fræðum. Árlegt gjald í skólann verður um 250 þúsund íslenskar krónur og námið endist í þrjú ár. Hún segist ávallt hafa haft áhuga á andlegum málefnum.

Sérfræðingar í þessum málum segja að samkvæmt Biblíunni séu feyknin öll af englum á jörðinni. Hins vegar séu þar líka djöflar, sem geti birst sem englar, og því sé hættunni á því að ræða við djöfla boðið heim. Þormóður Engelsviken, prófessor við Lútherska guðfræðiskólann í Osló, heldur því fram.

Eins og alkunna er var Lúsifer, engillinn sem var kastað niður af himnum, engill ljóssins og geta hann og þýð hans því birst okkur mannfólkinu í hvaða mynd sem er.

Talsmenn norsku krúnunnar segja að vefsíða skólans, http://www.astarte-education.com, gefi rétta mynd af skoðunum prinsessunar. Þeir vildu þó ekkert frekar láta hafa eftir sér um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×