Erlent

Bandaríkin og Íran stofna sameiginlega nefnd um stöðugleika í Írak

Jónas Haraldsson skrifar
Bandarískir hermenn á vakt í Bagdad.
Bandarískir hermenn á vakt í Bagdad. MYND/AFP
Bandaríkin og Íran ákváðu í dag að setja á fót sérstaka nefnd sem á að taka á því verkefni að auka stöðugleika í Írak. Ákvörðunin var tekin á öðrum fundi þessara landa en sá fyrsti var haldinn í maí síðastliðnum. Fundurinn entist í nærri sjö klukkutíma.

Þá áttu sendiherrar ríkjanna í Írak, Ryan Crocker og Hasan Kazemi Qomi, í heitum umræðum um stuðning Írana við hersveitir sjía múslima í Írak sem berjast gegn Bandaríkjamönnum. Qomi neitaði þeim ásökunum og sagði Bandaríkjamenn ekki búa yfir neinum sönnunum þess efnis.

Sem stendur eru fjórir bandarískir Íranar í haldi yfirvalda í Íran og það hefur enn frekar aukið á þá spennu sem er á milli ríkjanna tveggja. Crocker sagði hins vegar að það hefði aðeins verið rætt um Írak og stöðuna þar á fundinum og að það stæði ekki til að ræða önnur mál á þessum fundum eða neinum tengdum þeirri nefnd sem nú hefur verið stofnuð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×