Erlent

Líbýa og Evrópusambandið skrifuðu undir samstarfssamning

Heilbrigðisstarfsfólkið við komuna til Búlgaríu í morgun.
Heilbrigðisstarfsfólkið við komuna til Búlgaríu í morgun. MYND/AFP

Utanríkisráðherra Líbýu sagði í morgun að heilbrigðisstarfsfólkið sem hafði verið í haldi í landinu hefði verið sent til Búlgaríu eftir að Evrópusambandið og Líbýa skrifuðu undir samstarfssamning.

Í honum er fallist á að tengsl sambandsins og Líbýu verði aukin til muna á öllum mögulegum sviðum, þar á meðal í viðskiptum, fornleifarannsóknum, innflytjendamálum, styrkjum til stúdenta og þá verður Líbýumönnum gert auðveldara að fá vegabréfsáritanir til Evrópu. Bein fjárhagsaðstoð við landið verður þó ekki aukin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×