Erlent

Evrópusambandið reynir að fá sexmenninga til Búlgaríu

Sexmenningarnir sem um ræðir.
Sexmenningarnir sem um ræðir. MYND/AFP

Evrópusambandið reynir nú hvað það getur til þess að fá fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og einn lækni til Búlgaríu. Fólkið á að afplána lífstíðardóm og Evrópusambandið vill að það afpláni í Búlgaríu. Einnig gæti forseti Búlgaríu náðað fólkið ef það fær að afplána dóma sína þar.

Aukin tengsl, efnahagsleg sem menningarleg, freista Líbýumanna. Evrópusambandið hefur lofað miklum breytingum á tengslum landsins við Evrópu á mjög skömmum tíma ef fólkið fær að fara til Búlgaríu.

Evrópusambandið segist vongott um að viðunandi lausn fáist í málið á næstunni.

Læknirinn í hópnum er frá Palestínu en fékk nýlega búlgarskan ríkisborgararétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×