Erlent

Forsætisráðherra Kosovo vill sjálfstæði

Forsætisráðherra Kosovo, Agim Ceku, sagði í dag að héraðið ætti að lýsa einhliða yfir sjálfstæði sínu frá Serbíu þann 28. nóvember næstkomandi. Ceku sagði að Sameinuðu þjóðirnar hefðu brugðist Kosovo og því væri þetta eina leiðin.

Rússar hafa ávallt beitt neitunarvaldi sínu gegn samþykktum vesturlanda um framtíð héraðsins. 28. nóvemember er þjóðhátíðardagur Albana og því er einnig haldið upp á hann í Kosovo, en 90% íbúa héraðsins eru albanskir að uppruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×