Erlent

Greipávöxtur getur valdið brjóstakrabbameini

Greipávöxturinn hækkar estrógenmagn líkamans. En of mikið estrógen er talið auka hættuna á brjóstakrabbameini.
Greipávöxturinn hækkar estrógenmagn líkamans. En of mikið estrógen er talið auka hættuna á brjóstakrabbameini.

Með því að borða einn greipávöxt á dag aukast líkurnar á brjóstakrabbameini um næstum þriðjung samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin var í Bandaríkjunum við háskólann í Suður-Kaliforníu og Hawaii. Rannsóknin náði til 50 þúsund kvenna á breytingaraldrinum og sýnir að aðeins einn fjórði af greipávextinum jók líkurnar um allt að 30 prósent.

Talið er að ávöxturinn auki estrógenmagn líkamans, en það er hormón sem talið er tengjast hættunni á brjóstakrabbameini. Greint var frá þessu í nýjasta eintakinu af British Journal of Cancer.

Vísindamennirnir sem unnu rannsóknina ásamt öðrum sérfræðingum voru sammála um að þörf væri á frekari rannsóknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×