Erlent

Auðveldara á tveimur jafnfljótum

Mannskepnan stóð upp á afturlappirnar og hóf að ganga upprétt vegna orkusparnaðar sem felst í því. Þetta er niðurstaða bandarískra vísindamanna. Báru þeir saman göngulag nútímamanna og simpansa, sem beita að jafnaði fjórum útlimum við ferðalög sín.

Segja vísindamennirnir göngulag simpansanna mun orkufrekara. Raunar er gangur mannanna fjórum sinnum skilvirkari en gangur frænda okkar, samkvæmt rannsókninni.

Fjölmargar kenningar hafa borið á góma um orsakir uppreinsnar mannskepnunnar upp á tvo fætur. Hingað til hafa margir talið að þetta hafi forfeður okkar gert til að ná í mat í hærri hæðum.

BBC greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×