Erlent

Íranar segja fund með Bandaríkjamönnum líklegan

MYND/AP

Utanríkisráðherra Írans sagði í dag að miklar líkur væru á því að Bandaríkin og Íran myndu eiga viðræður í náinni framtíð. Ummæli hans þykja gefa til kynna að fundur verði haldinn á næstunni en utanríkisráðherrar landanna tveggja hittust í Írak í maí síðastliðnum. Talið er að ríkin tvö muni ræða öryggisástandið í Írak og leiðir til þess að bæta úr því.

Undanfarið hafa Íranar einnig gefið eftir í kjarnorkudeilunni og hugsanlegt er að rætt verði um þau mál einnig. Íranar hleyptu eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar að kjarnorkukljúfi sínum í Arak og ætla hugsanlega að veita þeim aðgang að fleiri stöðum.

Mohamed ElBaradei, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, sagði þá ákvörðun mikinn sigur fyrir alþjóðasamfélagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×