Eigandi Lúkasar ánægður og ringlaður yfir óvæntri upprisu hundsins 16. júlí 2007 18:43 Lúkas var talinn dauður en dúkkaði síðan óvænt upp í dag. MYND/365 Hundurinn Lúkas er á lífi. Hann hefur nú verið týndur í tvo mánuði og var sú saga komin á kreik að tveir drengir hefðu sett hann í íþróttatösku og sparkað honum á milli sín þangað til hann drapst á Akureyri. Lögreglurannsókn var í fullum gangi þegar tíðindin bárust. Eigandi Lúkasar segist ánægður en einnig ringlaður. Lögreglunni á Akureyri barst í dag tilkynning frá vegfaranda sem kvaðst hafa séð hundinn rétt fyrir ofan Akureyrarbæ. Lögreglan fór á staðinn ásamt eigenda Lúkasar, Kristjönu Margréti Sveinsdóttur. Þau fundu hundinn og staðfesti Kristjana að um Lúkas væri að ræða. Ekki tókst þó að handsama hann þar sem Lúkas er afar styggur eftir þessa löngu útlegð. Kristjana er að vonum yfir sig ánægð með þessar fréttir en hún sagðist einnig mjög ringluð. Í endaðan júní gaf vitni sig fram við Kristjönu og sagðist hafa orðið vitni að því þegar tveir drengir sem voru staddir á Bíladögum á Akureyri fundu hundinn, settu hann í íþróttatösku og spörkuðu honum á milli sín þar til hann drapst. Ákveðinn drengur var opinberlega ásakaður um verknaðinn en bar hann þó ætíð af sér. Kristjana veit ekki hvort um lygi hafi verið að ræða eða hvort annar hundur hafi verið í töskunni. Minningarathöfn var haldin bæði í Reykjavík og á Akureyri vegna dauða Lúkasar og lögreglurannsókn stóð yfir vegna málsins. Kristjönu finnst mjög leiðinlegt að lögreglurannsókn hafi farið af stað vegna einskis en hún vinnur nú að því ásamt vinum og ættingjum að handsama Lúkas í fjallinu ofan Akureyrar. Lúkasarmálið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Hundurinn Lúkas er á lífi. Hann hefur nú verið týndur í tvo mánuði og var sú saga komin á kreik að tveir drengir hefðu sett hann í íþróttatösku og sparkað honum á milli sín þangað til hann drapst á Akureyri. Lögreglurannsókn var í fullum gangi þegar tíðindin bárust. Eigandi Lúkasar segist ánægður en einnig ringlaður. Lögreglunni á Akureyri barst í dag tilkynning frá vegfaranda sem kvaðst hafa séð hundinn rétt fyrir ofan Akureyrarbæ. Lögreglan fór á staðinn ásamt eigenda Lúkasar, Kristjönu Margréti Sveinsdóttur. Þau fundu hundinn og staðfesti Kristjana að um Lúkas væri að ræða. Ekki tókst þó að handsama hann þar sem Lúkas er afar styggur eftir þessa löngu útlegð. Kristjana er að vonum yfir sig ánægð með þessar fréttir en hún sagðist einnig mjög ringluð. Í endaðan júní gaf vitni sig fram við Kristjönu og sagðist hafa orðið vitni að því þegar tveir drengir sem voru staddir á Bíladögum á Akureyri fundu hundinn, settu hann í íþróttatösku og spörkuðu honum á milli sín þar til hann drapst. Ákveðinn drengur var opinberlega ásakaður um verknaðinn en bar hann þó ætíð af sér. Kristjana veit ekki hvort um lygi hafi verið að ræða eða hvort annar hundur hafi verið í töskunni. Minningarathöfn var haldin bæði í Reykjavík og á Akureyri vegna dauða Lúkasar og lögreglurannsókn stóð yfir vegna málsins. Kristjönu finnst mjög leiðinlegt að lögreglurannsókn hafi farið af stað vegna einskis en hún vinnur nú að því ásamt vinum og ættingjum að handsama Lúkas í fjallinu ofan Akureyrar.
Lúkasarmálið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira