Erlent

Kjarnorkuver skemmdist í jarðskjálfta

Óli Tynes skrifar
Mikið tjón varð í jarðskjálftanum í japan í dag.
Mikið tjón varð í jarðskjálftanum í japan í dag.

Leki kom að stærsta kjarnorkuveri í heimi í miklum jarðskjálfta sem varð í Japan í dag. Bandaríkjamenn hafa boðist til að senda sérfræðinga til að hjálpa til við viðgerðir. Þremur ofnum kjarnorkuversins var lokað eftir skjálftann og er nú verið að skoða aðstæður.

Kjarnorkuverið er í grennd við Tokyo. Talsmaður þess segir að lítið magn af geislavirku vatni hafi lekið út í sjó eftir jarðskjálftann. Engin hætta stafi af því. Engin merki hafi enn fundist um meiri leka eða bilanir. Talsmaður bandarísku kjarnorkustofnunarinnar sagði að Bandaríkin og Japan hafi tvíhliða sáttmála um aðstoð í kjarnorkuslysum.

Hann sagði að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir að veita aðstoð ef Japanar föluðust eftir henni. Að minnsta kosti sjö manns létu lífið og meira en 800 slösuðust þegar jarðskjálftinn reið yfir. Nokkrum klukkustundum síðar varð harður eftirskjálfti, en ekki er vitað til að hann hafi valdið frekara manntjóni eða skemmdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×