Erlent

Kínversk stjórnvöld passa upp á ástalíf námsmanna

Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að breyta skipulagi danskennslu í skólum landsins til þess að koma í veg fyrir að nemendurnir verði ástfangnir og spilli þannig náminu. Dans var gerður að skyldufagi í kínverskum skólum til þess að reyna að stemma stigu við offitu.

Nú hefur verið ákveðið að krakkarnir skuli dansa saman í hópum eða einir. Foreldrar höfðu miklar áhyggjur af því að það að haldast í hendur gæti leitt yfir í eitthvað meira.

Samkvæmt nýju reglunum munu börnin skipa sér í fjögurra manna hópa. Þegar valsinn síðan hefst dansa krakkarnir eins og venjulega en skipta síðan um dansfélaga fyrir næsta lag. Kínverskir embættismenn telja að þetta muni minnka líkurnar á því að ungir námshestar gleymi sér í ástarbríma og rómantík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×